Denver til Rifle

Trip Start Jun 11, 2013
1
6
36
Trip End Jul 13, 2013


Loading Map
Map your own trip!
Map Options
Show trip route
Hide lines
shadow

Flag of United States  , Colorado
Wednesday, June 12, 2013

Eitthvað átti ég erfitt með svefn fyrstu nóttina, ég svaf ekkert. Svo nú að kveldi dags er ég mjög þreytt. En dagurinn var fínn, við fórum á fætur kl. 7, fengum dýrindis morgunmat á hótelinu og héldum svo af stað. Byrjuðum á að kíkja í Walmart og kaupa drykki og fleira til fararinnar, fórum svo að leita að iphone 5 fyrir heimasætuna sem vildi kaupa fyrir fermingarpeningana. Fengum hann í Apple búð í molli niðri í bæ og Alma voða glöð :)
Þá var haldið af stað yfir klettafjöllin eftir highway I-70. Umhverfið var stórfenglegt, fjöllin há og mikill gróður. Við keyrðum í gegnum Glenwood Canyon sem var hrikalega flott. Ókum að Glenwood Springs og þaðan var ákveðið að fara "smá" útúrdúr til hins fræga skíðasvæðis Aspen. Það var þónokkur keyrsla en Aspen er mjög fallegur lítill bær með háum fjöllum og skógivöxnum hlíðum. Ókum svo til baka sömu leið og til smábæjarins Rifle þar sem við gistum 1 nótt á Hampton Inn. Herbergið er dáldið þröngt fyrir 5 manns með aukarúmi, en látum okkur hafa það fyrir 1 nótt. Veðrið hefur verið mjög gott, ekki heiðskýrt í dag en 32 stiga hiti eða svo.
Ætlum að fara snemma í bólið í kvöld, á morgun höldum við áfram leið yfir í Utha fylkið og gistum í smábænum Moab.
Slideshow Report as Spam
  • Your comment has been posted. Click here or reload this page to see it below.

  • Please enter a comment.
  • Please provide your name.
  • Please avoid using symbols in your name.
  • This name is a bit long. Please shorten it, or avoid special characters.
  • Please enter your email address to receive notification
  • Please enter a valid email address

Comments

Molly on

sweet dreams :)

Lóa. on

Gaman að fylgast með ykkur, fallegar myndir, gangi ykkur vel,kær kveðja.

Sigga Þ on

Gaman að fylgjast með :-)

Use this image in your site

Copy and paste this html: