To Arequipa with love.

Trip Start Jan 09, 2013
1
16
32
Trip End May 11, 2013


Loading Map
Map your own trip!
Map Options
Show trip route
Hide lines
shadow

Flag of Peru  , Arequipa Region,
Thursday, February 21, 2013

Sunnudagurinn 17. Februar.

Tokum sensinn a eldheitu rutufyrirtækí, Julsa, eftir að hafa lesið okkur til um að maður ætti bara að taka Cruz del Sur. Ekki bara spöruðum við, enda tvöfallt odryrar, en lika margfalt þægilegra þar sem þeir foru um morguninn og voru komnir um 2 leitið a meðan Cruzararnir foru ekki fyrr en kl 3 og þar af leiðandi ekki komin fyrr en kl 9 um kvöldið.
Það er ekki hægt að lysa þvi hvað eg var hamingjusöm þegar eg sa utum rutugluggan að her væru lokalarnir a stuttermabolunum. Her hlyti að vera gott veður.
Örlitið attavilt tokum við leigubil a hostelið okkar, sem eg er ekki fra þvi að se bara það besta sem við höfum seð siðan við forum ur Chile. Olysanleg hamingja sem braust ut við að fara ur sokunum og skonum yfir i flip floppana, henda lopapeysunni ofani tösku og leyfa berum handleggjum að njota sin og siðast en ekki sist að komast ur siðbuxunum yfir i stuttbuxurnar. Andskotinn nuna er lifið ljuft.
Fyrsta mal a dagskra sma bjor uti i bliðviðrinu.
Annað mal a dagskra var að kynna okkur aðeins bæinn. Það tok ekki langann tima fyrir mig að verða astfanginn af þessum yndislega stað. Að keyra inni hann byður ekki upp að mikið en miðbærinn er eins kruttlegur og fallegur og þeir gerast. Meira að segja supermakaðurinn er kruttlegur. Alveg lövli.
Eftir sma röllt um plassið, kjuklingapasta a la bakpokaferðalangar og svona var ekki annað hægt en bara að skala i rauðvin og spila sma Rommí. Verst að við keyptum það allra versta rauðvin sem hægt er að finna i Suður Ameriku og var meira einsog vondur avaxtasafi en rauðvin. Nog er nu að skoða herna en svossum ekki mikið fra að segja, meira að myndirnar þurfi að tala sinu mali. Það er að segja myndirnar sem verða uplaodaðar a netið eftir sirka 3 manuði (nema að við komumst i almennilega nettengingu).


Manudagur 18. Februar.

Eftir morgunmat og allt það forum við að töllta um bæinn. fullkomlega yndislegur og frabær bær. Eyddum svo deginum i að skoða klaustur sem var heill bær inni bæ. Ofboðslega fallegt og auðvelt að gleyma ser þar inni i goða 3, 4 tima. Klaustrið var þo laust við allar nunnur og almenna kristilega starfsemi og þjonar nu þeim eina tilgangi að ræna turista peningunum þeirra, ohætt að segja að það hafi kostað okkur sitthvort nyrað til að skoða kvikindið, Stefan ekki par sattur með það en við letum okkur hafa það.
Rest dagsins rölltum við nu bara um. Akveðið frelsi að ganga um a flip flopunum og við nyttum það til fulls. Her er nu samt heldur kalt a kvöldin og við sofum með þrju teppi (öll i mismunandi þykkt; lak, teppi, yfirbreiða).
Kvöldið einkenndist af heimtilbunu vondu pasta, rauðvini og spjalla við fellow ferðalanga.


Þriðjudagur 19. Februar.

Snemmbuinn morgun, morgunmatur og allt það. Skelltum okkur i 2ja daga ferð i Colca Canyon/walley. Þo svo að það se auglyst sem Colca Canyon er ohætt að segja að meirihluti þess se dalur frekar en gljufur. Forum með oþæiglegustu mini rutu sem sögur fara af, sem var svossum agætt fyrir mig þvi eg ma ekki setjast uppi rutu an þess að sofna. A leiðinni til Chivay, sem er svona aðal bærinn i dalnum, stoppuðum við a nokkrum utsynisstöðum, hver öðrum fallegri. Alveg mögnuð nattura. En a leiðinni þangað naðum við met hæð ferðarinnar sem hljoðar uppa heila 4200m. Þar var ekki að spurja að þvi, snjor og kalt (samt ekkert hræðilegt) og alveg enganveginn flip flop veður lengur. En falkegt var það.
A þessum tima, veit ekki með aðra tima, er mikið um rigningu a þessum sloðum, þratt fyrir að maður er nu ekkert brjalæðislega langt fra Arequipa. Og auðvitað er Chivay meira og minna bara moldarvegir, en það var ekki hættulegt enda komin ur flip flopunum yfir i strigaskona.
Eftir að hafa kjamsað i okkur einsog 5 diskum af gomsætum traditional Chivay mat a hlaðborði fengum við sma tima til að skoða okkur um bæinn, sem svona i rigningunni var helst til grar og þungur en agætis göngutur engu að siður.
Rett hja Chivay eru hot springs sem við forum að baða okkur i. Þeir kalla þetta natturulegt, sem þetta var að vissu leiti en ekki einsog heima a islandi. En þetta var vissulegt unaðslegt, gott hotastig eða rett i kringum 40 graður (give or take) og pottarnir vor nokkrir og storir. Auðvitað var hægt að kaupa bjor, pisco sour og annað goðgæti a staðnum en við letum það vera og höfðum það bara huggulegt i pottunum i gullfallegri natturunni.
Rest dagsins, eða fram að kvöldmat, höfðum við friann tima sem við nyttum i sma göngutur, eða þar til það for a demba.
Kvöldið forum við ferðahopurinn nær allur ut að borða, einstaklega slæmann mat, ekki hægt að segja annað en skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum. Stefan skemmti ser serstklega vel yfir traditional hljomsveitinni sem lek perusk lög ofani liðið, þar sem pan-flauturnar stækkuðu með hverju laginu og þegar þær gatu ekki stækkað meira for þeim bara fjölgandi i saðinn og endanum var hver pan-flautu leikari komin með þrjar pan-flautur allar i sitthvoori stærðinni, su stærsta naði nær niður a golf.
Eg hins vegar lenti i miðju traditional dansatriði þar sem ung stulka og drengur dönsuðu braðskemmtilega (og mjöööög undarlega) dansa, og strax i fyrsta dansi var mer sveiflað ut a dansgolfið af drengnum (sem var klæddur i afar skrautlegt og fallegt pils og eg var einsog skitug rónakona við hliðina honum). Sem betur fer vissi hann nakvæmlega hvað hann var að gera og styrði mer i dansinum af stökustu snilld. Það er ohætt að segja að eg hafi roðnað svolitið og flissað örlitið en eg hafði nu bara gaman af.
Stefan forðaðist dansinn einsog heitann eldinn og skoðaði ferska loftið i hvert skipti sem var boðið uppi dans, og það voru sko þo nokkur skipti.
Undarlegasti dansinn þotti samt þar sem a akveðnum timapunkti lagðist drengurinn i golfið og daman dro pilsið sitt yfir andliti ans og virtist setjast ofana andlitið a honum. Svo i sama dansi skiptust þau a að lemja hvort annað með reipi i kringum klofsvæðið a meðan hinn einstaklingurinn la i golfinu. Skritnast var það nu þegar turisar voru boðnir uppi dans, pils dregin yfir andlit, klofsvæðið lamið, the whole shabang.
Dansarnir voru nu þo nokkrir, og eg var fegin að hafa tekið bara þatt i saklausari einfalda dansinum goða, hitt var nu eitthvað of agresift fyrir mig, en Stefan slapp alveg við danssporinn þvi hann var svo duglegur að skoða ferska lftið.

P.s. Til hamingju með afmælið mamma, þu ert meistari.


Miðvikudagur 20. Februar.

Við höfum ekki vaknað svona snemma siðan við flugum fra New York. Vorum vakin og hent a fætur klukkan 5 (svindluðum samt i korter snooze), morgunmatur a þessu pryðisfina hosteli okkar i Chivay og skellt uti rutu. Framundan spennandi dagur sem byrjaði a þvi að skoða hina litlu bæina i dalnum. Eftir nokkrar kirkjuskoðanir og torgröllt forum við a hin ymsu view point, og það er alveg ohætt að segja að þessi nattura herna er fullkomlega giðdomleg. Hver utsynisstaðurinn a fætur öðrum og alltaf gapti maður. A endanum komum við að Colca Canyon og eftir viewpoint þar og að hafa keyrt örlitið lengra vorum við komin i að gera það sem við höfum allad gert grin af folki fyrir að stunda, BIRDWATCHING. Samt nu ekki hvaða fugla sem er en við vorum að lyta eftir condorum sem eru ekkert sma stor kvikindi og stolt Colca búa. Það er vist happ og glapp að sja þa og við vorum einstaklega heppin og sáum 5-6 kvikindi og nokkrir sveimuðu sirka 2-3 metrum fra okkur þar sem við satum a hlöðnum vegg a Viewpointinu, jesus kristur það var flott. Ekki var verra að natturan fyrir framan okkur var su trylltasta hingað til, rosaleg fjöll og gil. Við satum þarna i einn og halfann tima og horfðum a þetta fallega show sem condorarnir settu upp fyri okkur. Komu margsinnis að monta sig rett hja viewpointinu og sveimuðu svo i langann tima rett fyrir ofan okkur. Sitjandi kjurrir eru þetta half ljot kvikindi en fljugandi eru þeir frekar tignarlegir og flottir.
Eftir þetta ævintyri var aftur haldið til Chivay, etið a alika hlaðborði og i gær og svo haldið aftur til Arequipa.
Eftir allt þetta vorum við svo þreytt að við heldum okkur bara hemafyrir og vorum sofnuð fyrir allar aldir


Fimmtudagur 21. Februar.

Svafum asnalega lengi og eftir að hafa guffað i okkur morgunmat, sturtað okkur og nað aftur sma orku i kroppinn forum við og tölltum um bæinn. Kiktum i kirkjur annað þess hattar, tokum myndir. Borðuðum mat og drukkum bjor a hostelinu okkar og skemmtum okkur yfir sögum fra felögum okkur a hostelinu og deildum sögum með þeim. BAM!! Eg veik, og það klukkutma fyrir 10 klst næturrutu til Cusco. Andskotans helvitis og ogeðslegar vitiskvalir.
10 klst rutuferð to go og eg krossandi putta að eg lifi það af.
Sjáumst i Cusco.
Report as Spam
  • Your comment has been posted. Click here or reload this page to see it below.

  • You must enter a comment
  • You must enter your name
  • You must enter a valid name (" & < > \ / are not accepted).
  • Please enter your email address to receive notification
  • Please enter a valid email address

Comments

Hrund Logadóttir on

Og enn gerast ævintýrin. Mikið vildi ég upplifa þó ekki væri nema 10% af því sem þið eruð að gera.

Hrund Logadóttir on

Jæja. Nú hljótum við að fara að sjá eitthvað um ný ævintýri!!!!

Use this image in your site

Copy and paste this html: